Síðdegisútvarpið

7. apríl

Blikur eru á lofti um snúist gæti í vaxandi norðaustan átt síðast í kvöld sem gæti orðið til þess mengun frá frá Geldinga- og Merardölum gæti borist yfir til Grindavíkur. Hvort sem það gerist í kvöld í Grindavík eða seinna í öðrum bæjarfélögum þá viljum við vita hvernig íbúar eigi bregðast við slíkri heimsókn. Þorsteinn Jóhannsson jarð- og umhverfisfræðingur svarar því.

Margbrotin náttúran hér á landi hefur verið mikið aðdráttarafl undan farin ár og það virðist ekki ætla breytast í bráð með tilkomu nýjustu átaka á Reykjanesskaganum. Margir hafa skoðanir á því hvernig hægt væri haga málum þegar kemur skipulagi og aðbúnaði hjá gosstöðvum svo hægt tryggja öryggi og náttúru um leið og allir vilja skoða nýjasta náttúrundrið. Helga Árnadóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði hefur mikla reynslu af skipulagi á mannfjölda í svipuðum aðstæðum og ræðir við okkur.

Við rákum augun í frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag sem segir frjókornum hafi fjölgað hér á landi samkvæmt nýrri rannsókn Náttúrufræðistofnunar sem og frjókornaofnæmi hafi aukist. Við heyrum í Yrsu Löve, ofnæmislækni og fræðumst betur um þau mál.

Leyndarmálið nefnist heimildarmynd Björns B. Björnssonar sem frumsýnd verður á RÚV í kvöld. Níræður frímerkjakaupmaður segir frá gömlu leyndarmáli og setur af stað rannsókn sem beinist því Björn B. Björnsson finna manninn sem seldi eitt dýrasta um- slag heims frá Íslandi árið 1972. Við heyrum í Birni í þættinum í dag.

Undanfarin ár hefur Grafarvogskirkja verið safna fyrir nýju orgeli í Kirkjuna. Nýja orgelið kostar 110 milljónir en aðeins hefur safnast 70 milljónir. Kirkjan hefur þegar samið við ungverskan orgelsmið og er stefnt á víga nýja orgelið í september. Tíminn er naumur og þess vegna hefur verið gripið til þeirra ráða selja pípur úr gamla orgelinu. Séra Guðrún Karls Helgadóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju verður á línunni.

Birt

7. apríl 2021

Aðgengilegt til

7. apríl 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.