Síðdegisútvarpið

12. mars

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem ráðgert var leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Upphaflega var prófunum frestað þegar ann­markar voru á raf­rænni fyrir­lögn prófs í ís­lensku hinn 8. mars en loks var þeim aflýst í gær. Arnar Ævarsson framkvæmdastjóri heimili og skóla ætlar ræða málin við okkur.

Nýverið gaf Ellen Kristjánsdóttir út lagið Veldu stjörnu. John Grant syngur með Ellen í laginu sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Við fáum Elleni og John til okkar í þáttinn til segja okkur betur frá þessu skemmtilega samstarfi.

Á dögunum vann lið Menntaskólans í Reykjavík Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin er á vegum Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Í ár tóku hvorki meira minna en 22 lið þátt skipuð 80 framhaldsskólanemum víðs vegar af landinu. Liðið framleiddi stafrænt súkkulaði og seldi það í hermi. Stefán Þórarinn Hermansson, einn af sigurvegurunum verður á línunni.

Um helgina verður nýtt Eurovision-lag Daða Freys og Gagnamagnsins frumflutt. Daði kíkir til okkar í spjall.

Hjá fyrirtækinu Pure Spirit í Borgarnesi fer fram átöppun áfengra drykkja og vínframleiðsla. Meðal þess sem framleitt er er Reyka Vodka, gin og fleira. Hrafnhildur kíkti í heimsókn og spjallaði við Magnús Arngrímsson forsvarsmann Pure Spirit.

Birt

12. mars 2021

Aðgengilegt til

12. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.