Síðdegisútvarpið

26.febrúar

Við bregðum okkur vestur á firði í þættinum í dag og heimsækjum Holt í Önundarfirði sem hefur sinnt hlutverki sóttvarnahúss fyrir Vestfirði undanfarna mánuði og tölum þar við Hólmfríði Bóasdóttur.

Á mánudaginn hófst árvekni- og fjáröflunarátak Einstakra barna undir slagorðinu ?Fyrir utan rammann.? Átakinu er ætlað auka samfélagslegan skilning á stöðu barna með sjaldgæfa sjúkdóma og er kastaranum beint foreldrum og fjölskyldum þessara barna. Hátt í 500 íslensk börn/ungmenni glíma við ofur sjaldgæfa sjúkdóma og félagasamtökin Einstök Börn engan opinberan stuðning til þess sinna þessu verkefni. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna kemur til okkar í þáttinn.

Háskóladagurinn verður haldinn á morgun og þar gefst fólki kostur á kynna sér starfsemi skólanna. Síðdegisútvarpið skellti sér í Háskólann í Reykjavík til hitta Eirík Siguðrsson sem ætlaði segja frá deginum en dagskrágerðarmaður Síðdegisútvarpsins var gabbaður í mælingu á lífeðlislegum þáttum af nemunum Hörpu Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Þóru Þórarinsdóttur sem eru nemar í íþróttafræði við HR. Við fræðumst einning um námsval og leiðir í Danmörku en þeir skólar eru einnig kynna sig á háskóladeginum og hingað kemur Sigurður Blöndal lektor við Háskólann í Esbjerg.

Ríkisstjórnin samþykkti veita styrki upp á 14 milljónir í margvísleg mál á fundi sínum í morgun. Meðal styrkþega er Eurovision-safnið á Húsavík sem fékk styrk uppá tvær milljónir. Könnunarsögusafnið stendur fyrir safninu í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Hugmyndin kviknaði eftir velgengni Eurovision-myndar Will Ferrell þar sem Ísland var í stóru hlutverki. Búningar úr myndinni eiga prýða safnið, hinn frægi kjóll Jóhönnu Guðrúnar og margt fleira. í símanum er Örlygur Hnefill Örlygsson

Birt

26. feb. 2021

Aðgengilegt til

26. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.