Síðdegisútvarpið

16. mars

Meðal breytinga sem gert er ráð fyrir ráðist verði í á landamærunum er heimild til vísa fólki í sóttvarnahús ef það getur t.d. ekki gert grein fyrir hvar það ætlar vera í sóttkví eða einangrun. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður Farsóttarhúsanna verður á línunni hjá okkur og segir okkur hvernig þetta leggst í hann.

Við ætlum forvitnast um hvernig öskudagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun. Hann er með breyttu sniði þetta árið og virðist hvert bæjarfélag sníða sér stakk eftir vexti. Síðdegisútvarpið tekur stöðuna víðsvegar um landið og heyrir í Elvu Óskarsdóttur í Hveragerði, Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur í Háteigsskóla í Reykjavík, Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á Hólmavík og Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur á Reyðarfirði.

Búið er bólu­setja rúm­lega 15 millj­ón­ir Breta við Covid-19 sem telst fjórðungur þjóðarinnar. Þetta vek­ur von­ir um hægt verði hefja aflétt­ingu þeirra hafta sem eru í gildi vegna veirunn­ar. Marg­ir von­ast því til þess út­göngu­bann­inu verði aflétt í byrj­un mars. Það er, hægt verði leyfa fólki fara til skóla, vinnu og opna versl­an­ir nýju. Við heyrum í Sigurði Sverrissyni sem býr og starfar í Liverpool um stöðuna þar í landi.

Þennan dag árið 1981, fyrir 40 árum semsagt, gekk Engihjallaveðrið sem svo hefur verið kallað, yfir. Veðrið er kennt við Engihjalla í Kópavogi þar sem bílar fuku til á bílastæðum. Einar Sveinbjörnsso veðurfræðingur ætlar rifja þetta upp með okkur á eftir.

Við heyrum í nýjum landsliðsþjálfara kokkalandsliðsins Ara Þór Gunnarssyni.

En við byrjum á G- vítamíni en undanfarnar vikur hefur Geðhjálp boðið landsmönnum upp á 30 skammta af G-vítamíni í formi ráðlegginga sem er ætlað bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum var sent á hvert heimili á Íslandi. Auk þess er hægt nálgast dagatalið í völdum sundlaugum og verslunum um allt land. Átakinu lýkur á föstudag. Elín Ebba Ásmundsdóttir er framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs.

Birt

16. feb. 2021

Aðgengilegt til

16. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðmundur Pálsson og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir