Síðdegisútvarpið

25. janúar

Tugþúsundir mótmæltu um helgina í um 100 borgum í Rússlandi og kröfðust þess stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny yrði látinn laus úr fangelsi. Hann var hætt kominn fyrir nokkrum mánuðum eftir eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn þegar hann sneri aftur til Rússlands eftir hafa leitað sér lækninga í Þýskalandi. Lögreglan tók hart á mótmælendum og margir voru handteknir. Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Moskvu ætlar fara yfir þessi mál með okkur á eftir.

Nokkrir frumkvöðlar sem starfa við nýsköpun á þróunarsetrinu Breið á Akranesi hafa verið þróa matvælaplast úr sjávarþara. Ein þeirra er Sigríður Kristinsdóttir umhverfis og auðlindafræðingur. Við heyrum í Sigríði og heyrum meira af þessari bráðsnjöllu hugmynd.

Við ætlum forvitnast aðeins um bóluefnin gegn Covid 19 og þá ekki þessi sem við erum bíða eftir hér á landi; það er bóluefni Pfizer og BioNtecc, Moderna og Astra Zenica - heldur hin bóluefnin sem hafa verið þróuð í Rússlandi, Kína og Indlandi t.d. Afhverju er ekki von á þeim hér og annarsstaðar í Evrópu? Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu fer yfir þetta með okkur.

Fimmaurabrandarafjelagið hefur sent frá sér ekki eina heldur tvær bækur með fimmaurabröndurum en félagið heldur úti risastórum hópi á Facebook þar sem fimmaurabrandar fjúka í þúsundatali. Kristján B. Heiðarsson er aðalmaðurinn í Fimmaurabrandarafjelaginu - hann verður á línunni.

Undanfarið hefur töluvert verið í fréttum um loðnuleit í kringum Ísland og er hún fundin. Bátar víðsvegar af landinu streyma út á haf og einn þeirra sem fór út í morgun er Polar Amaroq. Við heyrum í skipstjóranum Sigurði Grétari Guðmundssyni sem er staddur austan við Seyðisfjarðardýpi.

Birt

25. jan. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.