Síðdegisútvarpið

5. janúar

eru líkur til þess bólefni Moderna gegn covid 19 verði samþykkt af lyfjastofnun Evrópu á morgun og fái þá markaðsleyfi hér á landi á fimmtudag. Í framhaldinu hefst svo bólusetning - þegar bóluefnið berst til Íslands. Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði ætlar segja okkur allt um þetta bóluefni.

Það segja gönguskíðaæði hafi gripið um sig á Íslandi fyrir nokkrum árum og er nýjasta æðið utanbrautarskíði. Haraldur Örn Ólafsson og Þóra Tómasdóttir ætla boða okkur fagnaðarerindi utanbrautargönguskíðanna á eftir.

Í vikunni var úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra fyrir árið 2021. Þar eru fjölmörg áhugaverð verkefni, og eitt þeirra er verkefni þar sem leitast er við nýta ærkjöt betur. Til forvitnast um það verkefni þá mun Gígja Hólmgeirsdóttir hringja í Skagafjörðinn og spjalla við Þröst Heiðar Erlingsson, bónda í Birkihlíð.

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í dag hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Bretar ekki fara út úr húsi nauðsynjalausu og Johnson segir næstu vikur verði þær erfiðustu í baráttunni við faraldurinn til þessa, en þar fjölgar greindum smitum á ógnarhraða. Útgöngubann tekur gildi á miðnætti en þetta eru hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið er til síðan í mars í fyrra. Gert er ráð fyrir útgöngubann verði í gildi fram í miðjan febrúar. Við heyrum í Sigurði Sverrissyni sem býr og starfar í Liverpool.

Í nótt og í morgun gaus sement upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina á Akranesi. Slökkviliðið hefur staðið í ströngu í allan dag við hreinsa bæinn. Við heyrum í Jens Heiðari Ragnarssini slökkviliðsstjóra á Akranesi.

Birt

5. jan. 2021

Aðgengilegt til

5. jan. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.