Síðdegisútvarpið

22. desember

Bretum hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til við hemja kórónuveirufaraldurinn og fyrirætlanir um tilslakanir yfir hátíðarnar breyttust í enn harðari reglur. Og dreifir nýtt afbrigði veirunnar sér hratt þar í landi. Víða er ferðabann á fólk frá Bretlandi og Frakkar gengu lengra og bönnuðu vöruflutninga þaðan. Langar bílalestir hafa myndast þar sem vöruflutningabílar sitja fastir. Við heyrum í sendiherra Íslands í London, Sturlu Sigurjónssyni.

Og meira um þetta nýja veiruafbrigði sem er sagt smita mun meira en fyrri afbrigði - við ætlum tala við Arnar Pálsson erfðafræðing um hvaða fyrirbæri þetta er. kannski búast við enn fleiri afbrigðum?

Og svo er það Þorláksmessuskatan - við tökum smá forskot á morgundaginn og kíkjum í heimsókn í hesthúsahverfið Sprett í Kópavogi en þar var fjölskylda ein sjóða skötu við hesthúsið og fjölskylduboðið var mun fámennara en undanfarin ár.

Samhjálp gefur daglega um 200 máltíðir til þeirra sem á þurfa halda. Og þegar styttist í jólin er verið undirbúa hátíðarmatinn. Samtökin hvetja fólk til aðstoða samtökin á þessum skrítnu tímum og gefa andvirði einnar eða fleiri máltíða. Valdimar Þór Svavarsson framkvæmdastjóri Samhjálpar ætlar vera á línunni.

Rás 2 velur manneskju ársins 2020. Við ætlum opna símann 5687 123 á eftir og taka við tilnefningum frá ykkur hlustendum.

Birt

22. des. 2020

Aðgengilegt til

22. des. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.