Síðdegisútvarpið

10. nóvember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verður á línunni á eftir. Við ætlum spyrja hana út í viðbrögð stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins og hvernig hún sér fyrir sér baráttuna næstu vikur og mánuði.

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vísindaháskólann í Þrándheimi verður á línunni hjá okkur á eftir. Hann ætlar segja okkur frá áhugaverðri rannsókn sem hann gerði á samspili ástríðu, þrautseigju og hugarfars og hvernig þetta breytist með aldrinum. Hann útskýrir þetta betur fyrir okkur en rannsóknin hefur vakið athygli víða.

Stöð 2 og Vísir sögðu frá því í gær það færðist í aukana börn og ungmenni innbyrtu nikótínpúða og rafrettuvökva - en það getur verið stórhættulegt. Ragnar Bjarnason yfirlæknir á bráðamóttöku barna segir okkur betur frá þessu.

Við lásum það í Mogganum það væri gúrkuskortur í landinu. Það er auðvitað ekki nógu gott því landsmenn eru mjög duglegir við borða gúrkur, sem eru auðvitað bráðhollar og ljúffengar. Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir okkur hverju þetta sætir.

Drónanotkun bæði hjá lögreglunni og björgunarsveitunum hefur færst í aukana. Þessi tæki eru stöðugt verða öflugri og þróaðari og eru dæmin mörg þar sem drónar auðvelda þessum starfsstéttum mjög svo erfiða og flókna vinnu sína. Einn af þeim sem þekkir kosti dróna vel er Haukur Arnar Gunnarsson formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík.

Birt

10. nóv. 2020

Aðgengilegt til

10. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.