Síðdegisútvarpið

3. nóvember

Umfangsmikil leit stendur yfir í Vínarborg af hugsanlegum vitorðsmönnum hryjuverkaárásinni þar í gærkvöld. Fjórir eru látnir auk árásarmanns sem skotinn var til bana. Fjórtán eru sárir, sex þeirra alvarlega. Við heyrum í Árna Hjörleifssyni kaffibarþjóni sem býr og starfar í Vínarborg og spyrjum hann út í nýjustu tíðindi af þessum hörmulega atburði.

Karlarnir á Heiðarbæ 1 í Þingvallarsveit mönuðu hvorn annan upp í það snoða sig fyrr í dag. Hugmyndin þróaðist svo yfir í rúning, en rúningur er í fullum gangi á Heiðarbæ um þessar mundir.

Við heyrum í bóndanum og einum þeirra snoðuðu Jóhannesi Sveinbjörnssyni

Það er aldeilis hitna í kolunum í Bandaríkjunum en eftir nokkra klukkutíma (sem er sagt með fyrirvara) verður ljóst hver verður kosinn forseti Bandaríkjanna. Guðbrandur Brandy Gíslason ætti vera hlustendum Síðdegisútvarpsins góðu kunnur en hann býr í Austin í Texas. Hann kaus snemma í morgun og verður á línunni á eftir og segir okkur aðeins af andrúmsloftinu þar á slóðum.

Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði og Hérað á Egilsstöðum ásamt lögreglu sóttu ökumenn nokkurra bíla við erfiðar aðstæður á Fagradal í morgun. Svo mikill vindur var á fjallvegum eystra björgunartæki áttu í mesta basli með komast á vettvang. Við heyrum í Elínu Björk Jónasdóttur um veðurútlit næstu daga.

Við kíkjum í heimsókn í geymslur Lögreglunnar þar sem er finna vísi lögreglusafni. Réttara sagt þá fáum við leiðsögn yfir netið, þar sem við gætum sjálfsögðu sóttvörnum. Guðmundur Fylkisson er einn aðalmaðurinn á bak við safnið sem lögreglumenn vilja gjarnan geta opnað fyrir almenning þegar aðstæður leyfa. Hann ætlar kveikja á myndavélinni fyrir okkur og fara yfir það helsta í safninu á eftir.

En við byrjum á Selfossi þar standa yfir miklar framkvæmdir í miðbænum þar er í raun verið byggja upp nýjan miðbæ. Hvort það liður í þeim endurbótum Landsbankahúsið við Austurveg 20 sem er eitt þekktasta kennileiti Selfossbæjar komið á sölu vitum við ekki en sem gæti vitað það er Kjartan Björnsson rakari á Selfossi.

Birt

3. nóv. 2020

Aðgengilegt til

3. nóv. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.