Síðdegisútvarpið

12. október

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á samkvæmt dagskrá Alþingis, mæla í dag fyrir frumvarpi sínu um mannanöfn. Verði frumvarpið samþykkt verður mannanafnanefnd lögð niður, fólk fær bera það nafn sem það kýs, taka upp ættarnafn og engin takmörk verða á hversu mörg nöfn bera. Og hún hefur óskað eftir sögum frá fólki sem hefur hefur verið ósátt við núverandi kerfi og fjölmargir hafa lagt orð í belg við twitter færslu ráðherrans. Við spyrjum Áslaugu Örnu aðeins út í þetta á eftir.

Íma Þöll Jónsdóttir býr og starfar í Newton, Massachusetts sem er 20 mínútur vestur af Boston. Síðustu vikur hefur hún tekið sér sjálfboðastarf fyrir kosningaframboð Joe Biden og starfið hefur verið hringja í almenning og hvetja til kjósa framboð Biden og flokk Demokrata. En hvernig stóð á því íslensk kona leggur slíkt á sig og hvernig er staðan á kosningabaráttunni í dag þegar aðeins eru um 5 vikur til kosninga.

Það hefur gengið vel einfalda og gera vinnuna við smitrakningu, skimun og upplýsingagjöf vegna covid 19, skilvirkari með margvíslegum tæknilausnum. Í þessari þriðju bylgju Covid getur fólk tekið stutt krossapróf á heilsuvera.is til tíma í sýnatöku, boðum er komið til fólks með sms og strikamerki halda öllu í röð og reglu. Guðjón Vilhjálmsson forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo er einn þeirra sem hefur unnið því útbúa tæknilausnir sem gera baráttuna við heimsfaraldurinn aðeins auðveldari. Við heyrum í honum.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona hefur hefur á undanförnum árum sökkt sér niður í fjölda rannsókna um umhverfismál, og í nýrri bók veitir hún innsýn í heim eiturefna og plasts í daglegu lífi okkar. Við hittum Jóhönnu fyrr í dag en hún er í stuttri heimsókn hér á landi frá Þýskalandi þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni.

Er eitthvað til í því gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi? Því svarar Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.

Umferðardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið fylgst sérstaklega vel með í nágrenni grunnskóla. Þar er almennt 30km hámarkshraði en við hraðaeftirlit hefur lögreglan mælt um þriðjung ökumanna á of miklum hraða. Ragnar Þór Árnason, varðstjóri í umferðardeildinni.

Birt

12. okt. 2020

Aðgengilegt til

12. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.