Síðdegisútvarpið

30. september

Íslandsbanki kynnti nýja þjóðhagsspá í gær. Bankinn spáir 8.6% samdrætti á þessu ári, en 3,1% hagvexti á því næsta og 4,7% hagvexti árið 2022. Verðbólga helst áfram lág og meðalatvinnuleysi verði 7.8% í ár, 7.6 á næsta ári og minnki svo hratt 2022 þegar bankinn spáir það verði 4.7%. Þetta er allt háð því bóluefni gegn Covid19 verði komið í almenna dreifingu næsta sumar og ferðaþjónustan taki hraustlega við sér. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka spáir í þessi spil með okkur á eftir.

Vefsíðan Fótbolti.net vekur athygli á því í dag fótboltaliðið í Klakksvík í Færeyjum aðeins einum leik frá því tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Á morgun mun Klaksvík mæta írska liðinu Dundalk í leik sem BBC talar um sem mikilvægasta leik í færeyskri fótboltasögu, segir Fótbolti.net. Við ætlum heyra af þessu ævintýri sem mögulega er í uppsiglingu hjá frændum okkar í Færeyjum og tala við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamann.

Á morgun byrjar gjörningahátíð á Akureyri þar sem listamenn úr ólíkum listgreinum koma saman og fremja gjörninga hér og þar um bæinn. Gígja Hólmgeirsdóttir hitti Guðrúnu Þórsdóttur og forvitnaðist um hvað stendur til, en Guðrún hefur verið viðstödd hátíðina frá því hún var haldin í fyrsta skipti fyrir sex árum síðan og veit því allt um málið.

Nýsköpunarvikan hófst klukkan þrjú í dag og stendur til 7. október. Í stað þess fresta hátíðinni í ljósi COVID-19 var tekin ákvörðun beita skapandi hugsun og halda smærri viðburði í bland við rafræna viðburði. Með hátíðinni gefst frumkvöðlum og fyrirtækjum tækifæri til kynna skapandi starfsemi sína og vekja athygli á þeim framúrstefnulegu lausnum sem sprottið hafa upp úr íslensku hugviti. Edda Konráðsdóttir segir okkur meira um málið.

Bókasöfn landsins eru í stöðugri þróun og með sanni segja þar boðið upp á töluvert meira en bækur til útleigu. Borgarbókasafnið er þar aldeilis engin undanteknin og halda margir þar á fólk hreinlega fara framúr sér. Á morgun á bjóða upp á kennslu í súrdeigsbakstri. Einn höfuðpaur málsins er bókavörðurinn Guttormur Þorsteinsson.

Birt

30. sept. 2020

Aðgengilegt til

30. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.