Síðdegisútvarpið

14. sept

Á miðvikudag á vísa sex manna egypskri fjölskyldu úr landi en fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Foreldrarnir óttast verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Við ræðum við Claudi Ashonie Wilson lögfræðing hjá Rétti.

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinn Til sjávar og sveita - frá hugmynd í hillu, sem leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi. Eitt af þessum fyrirtækjum er Jöklavín - Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum. Við heyrum meira frá Pétri Péturssyni upphafsmanni þessa drykkjar.

Í gær strönduðu 9 grindhvalir í Álftafirði Snæfellsnesi. Þegar starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands komu á staðinn voru átta dauðir en einn á lífi sem starfsfólkinu tókst koma aftur út á haf. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu vesturlands var á á staðnum og verður hann á línunni í Síðdegisútvarpinu.

Færsla frá Hirti Guðmundssini sumarbústaðareiganda á fésbókarsíðuna Landið mitt Ísland vakti töluverða athygli í gær. Í færslunni segjir Hjörtur frá skelfilegri aðkomu í sumarbústaðinn sinn sem hann leigði fjórum ungum mönnum í gegnum íslenska bókunarsíðu. Bústaðurinn var lagður í rúst og einnig stálu mennirnir úr bústöðum í kringum bústað Hjartar. Við heyrum í Hirti.

í dag greindust tvö virk smit hjá sýkla - og veirufræðideild Lanspítalans og voru báðir einstaklingarnir utan sóttkvíar. Við heyrum í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni um stöðuna á Íslandi í dag - þróun faraldursins hér á landi í samanburði við önnur lönd þar sem smitum fer mjög fjölgandi.

óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Bjarnheiður Hallsdóttir. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði vera til staðar þó ekki nema bara til hægt verði selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður öllum líkindum á bak og burt. Hún telur ekki óvarlegt ætla um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum og Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Bjarnheiður kemur til okkar eftir smá stund.

Birt

14. sept. 2020

Aðgengilegt til

14. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.