Víðsjá

Stórhríð í Ásmundarsafni, útgáfa hjóna og Theodor Kallifatides

Á fimmtudaginn síðasta fór fram tvöfalt útgáfuhóf hjónanna Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur, menningarfræðings og Björns Þorsteinssonar, heimspekings. Bók Sigrúnar Ölbu, Snjóflyksur á næturhimni, er í senn persónuleg og heimspekileg umfjöllun um samspil ljósmynda, minninga og veruleika, en í bókinni rýnir höfundur í eigið líf og annarra í gegnum ljósmyndir og fjallar um ljósmyndina sem listmiðil. Verufræði Björns Þorsteinssonar er afrakstur áratuga fræðivinnu, en Björn starfar sem prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í henni tekst höfundurinn á við krefjandi spurningar á sviði verufræði, eins og eðli tilvistarinnar og tengsl skynjunar og skynsemi. Þau Björn og Sigrún Alba eru gestir Víðsjár í þætti dagsins.

Í Ásmundarsafni hefur verið í gangi í þónokkurn tíma sýningarröð þar sem fram fer samtal ólíkra listamanna við Ásmund Sveinsson. þessu sinni er það Unndór Egill Jónsson sem hefur kafað í veröld Ásmundar og lætur verkin tala á sýningu sem opnaði dyr sínar um helgina. Sýningin kallast Eftir stórhríðina, en titillinn er fengin úr bréfi sem Ásmundur skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn 1920. Víðsjá heimsótti safnið fyrir helgi og náði draga Unndór frá undirbúningi í spjall um Ásmund sem innblástur.

Nýtt land utan við gluggann minn eftir Theodor Kallifatides kom út í íslenskri þýðingu Halls Páls Jónssonar í vor.

Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar, þá 26 ára gamall. Hann náði fljótt tökum á tungumálinu og örfáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. ?Ég hef ekki orðið sænskur, jafnvel þótt ég ekki lengur Grikki sem ég hélt ég væri. Ég er ekki einu sinni hundrað prósent útlendingur.? Gauti Kristmannsson fjallar um Nýtt land utan við gluggann minn í þætti dagsins.

Frumflutt

12. sept. 2022

Aðgengilegt til

13. sept. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.