Víðsjá

Sporbaugur, pólsk menningarátök og Bótaþegi

Í dag segjum við ykkur af hræringum í pólsku myndlistarlífi en hrókeringar í myndlistarlífi borgarinnar Lodz hafa vakið athygli í myndlistarheiminum langt út fyrir landamæri Póllands. Guðni Tómasson ætlar með okkur til meginlandssins á eftir og segir okkur allt um þetta mál.

Flest ættu kannast við það lita út fyrir í lífinu, þó það væri ekki nema í litabókum í æsku. Á sýningunni Sporbaugur/Ellipse er upphafspunkturinn þetta fyrirbæri, litabók. Það eru listamennirnir Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth sem opnuðu saman sýninguna á Listasafni Reykjanesbæjar um helgina. Gabríela og Björn eru bæði vel þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum hætti sé. Við skreppum suður með sjó og lítum við á safninu sem sýningin er sérstaklega hönnuð inn í og ræðum litabækur og list við Gabríelu og Helgu Þórsdóttur safnstjóra.

Og við beinum sjónum okkar Listahátíð í Reykjavík sem hefst á morgun með stútfullri dagskrá. Þar á meðal er ljósmyndasýningin Bótaþegi, sem Hrafn Hólmfríðarson Jónsson eða Krummi, eins og hann kallar sig, stendur að. Sýningin er af persónulegum og pólitískum toga, en þar fjallar Krummi um þann veruleika vera fatlaður og lifa við fátækt í íslensku velferðarkerfi 21. aldarinnar. Melkorka Gunborg Briansdóttir ræðir við Krumma í dag.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir

Frumflutt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

1. júní 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.