Víðsjá

Misskilningur í skipulagsmálum, Hjálparsagnir hjartans, uppáhaldstónverk Egils Arnarssonar

Við komum við í Kling og bang úti á Granda og hittum þar listamanninn Sólbjörtu Veru Ómarsdóttir og ræðum við hana um sína fyrstu einkasýningu sem opnuð var þar í rýminu um síðustu helgi og nefnist Misskilningur í skipulagsmálum. En í verkunum skoðar hún hversdagslega hluti sem til eru innan veggja flestra heimila út frá tengslum okkar við þá en leitast einnig við mæta hlutunum á þeirra eigin forsendum.

Gauti Kristmannsson rýnir í Hjálparsagnir hjartans eftir Pjéter Ezterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur, og Egill Arnarsson segir frá sínu uppáhaldstónverki.

Frumflutt

25. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Þættir

,