• 00:01:47B.Ingrid Olson í i8 gallerí
  • 00:18:03Tól: Rýni
  • 00:30:03Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett

Víðsjá

Ópera um ást og ofbeldi, Tól, Cast of mind

Bandaríska myndlistarkonan B. Ingrid Olson er á mála hjá i8 galleríi í Reykjavík. Á föstudag var opnuð sýning með verkum hennar í sýningarrými gallerísins í Marshall húsinu úti á Granda. Um er ræða langtíma sýningu sem standa mun fram í desember en hún mun umbreytast á sýningartímabilinu og kveikja þannig hugrenningar um tengsl tíma og myndlistar. Við ræðum við Oloson um sýninguna Cast of mind í þætti dagsins.

Myrkir músíkdagar hefjast í dag og það er mikið um dýrðir í dagskránni. Meðal annars verður flutt á laugardag íslensk kammerópera, byggð á ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur, Ástin ein taugahrúga - Enginn dans við Ufsaklett. Tónlistin er eftir Önnu Halldórsdóttur og flytjendur verksins eru Tinna Þorvalds Önnudóttir, leik-og söngkona og Júlía Mogensen, sellóleikari. Þær Tinna og Anna verða gestir okkar í þætti dagsins.

Sölvi Halldórsson, einn bókmenntagagnrýnenda Víðsjár segir okkur skoðun sína á skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur sem heitir Tól.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson

Frumflutt

24. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,