Víðsjá

Arkitektúr, sýningarstjórnun, Saariaho, Smarblóm og heimsins grjót

Um þessar mundir stendur yfir útskriftarsýning á verkum nýútskrifaðra arkitekta í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Og ekki bara hvaða arkitekta sem er, heldur eru þetta fyrstu löggiltu arkitektarnir sem útskrifast úr Listaháskóla Íslands, en hingað til hafa nemar við þessa deild útskrifast með BA gráðu og þurft sækja sér framhaldsmenntun út í heim til geta kallað sig arkitekt. Við ræðum við Önnu Maríu Bogadóttur, dósent við Listaháskólann og tvo nýútskrifaða arkitekta.

Sýning er ekki bara eitthvað sem opnar er opið og lokar síðan, heldur allt undirbúningsferlið, rannsóknarferlið og allt samtalið við þátttakendur, segir Hanna Styrmisdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands en hún ásamt Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra kynntu stofnun Félags sýningastjóra á Íslandi í vikunni. Hanna Styrmisdóttir kemur í hljóðver og segir okkur betur frá félaginu og markmiðum þess.

Við fáum einnig innsýn í hugarheim finnska tónskáldsins Kaiju Saariaho sem lést 2. júní síðastliðinn. Saariaho var þekkt fyrir vera mikill frumkvöðull í klassískir tónlist og nýtti sér spectral tónlistarnálgun í sköpun sinni. Og við kíkjum á kaffihús í Amsterdam þar sem við hittum fyrir leikskáldið Tyrfing Tyrfingson og leikarann Vincent Kári van der Valk en þeir taka þátt í íslenskri menningarhátíð í íslenska sendiráðinu þar í borg á morgun. Þar auki heyrum við rýni í nýja íslenska skáldsögu, Sumarblóm og heimsins grjót, eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur.

Frumflutt

8. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,