• 00:11:50Berglind María Tómasdóttir í Tíbrá
  • 00:11:55Barnamenning - Harpa Rut Hilmarsdóttir
  • 00:32:56Guðmundur Andri Thorsson - Rimsírams

Víðsjá

Guðmundur Andri Thorsson, Berglind María Tómasdóttir og barnamenning

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur kemur í heimsókn með nýútkomna bók sem hann kallar Rimsírams. Þar er finna alls kyns stutta texta, hugleiðingar um líf og samfélag, lífsreglur sem skipulagðar eru eftir gömlu íslensku mánuðunum, kveðskap, reynslu- og bernskusögur. Guðmundur Andri er gestur Víðsjár í síðari hluta þáttarins.

Tíbrá tónleikaröðin heldur áfram í Salnum í Kópavogi í kvöld þar sem tónlistarkonan Berglind María Tómasdóttir kemur fram. Þar leikur hún stórum hluta verk sem finna á plötunni Ethereality en fyrir hana hlaut Berglind Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar og samtímatónlistar árið 2021. Hljóðheimurinn er víðfeðmur, heillandi og jafnvel heilandi. Við ræðum við Berglindi um efnisskrána tónleikanna, tilurð plötunnar Etherreality og heimasmíðuð hljóðfæri.

Og Barnamenningarhátíð í Reykjavík er sett í dag, viðburðir verða um allan fram á sunnudag. Rétti staðurinn fyrir allar nánari upplýsingar er vefurinn barnamenningingarhatid.is en við hringjum í Hörpu Rut Hilmarsdóttur verkefnisstjóra í upphafi þáttarins en hún er á hlaupum um allan þessa dagana.

Umsjón: Guðni Tómasson

Frumflutt

18. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,