• 00:02:03Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
  • 00:16:29Hringrás: Rýni
  • 00:30:31Yulia Sapiga: Hvernig komst ég í sprengjubyrgið

Víðsjá

Lítil bók um stóra hluti, Hringrás, Hvernig kemst ég í sprengjubyrgið

Lítil bók um stóra hluti kallst nýútkomin bók eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. Þar veltir Þórunn vöngum yfir hlutskipti mannanna hér á jörð, samskiptum kynjanna, ástinni, einmanaleikanum, jörð og eilífð og öllu þar á milli. Þórunn verður gestur okkar í dag.

Dansverkið Hringrás eftir Þyri Huld Árnadóttur, er sýnt um þessar mundir í samstarfi við Íslenksa dansflokkinn í Borgarleikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í verkið í þætti dagsins.

Við höldum líka í Norræna húsið og skoðum sýninguna Hvernig ég komst í sprengjubyrgið en þar eiga 7 úkraínskir listamenn, reyndar eitt listamannatvíeyki, verk á öflugri sýningu þar sem verkin hafa öll orðið til á síðasta tæpa ári, eftir innrás Rússa í Úkraínu hófst. Við heimsækjum norræna húsið og ræðum við úkraínska sýningarstjórann sem heitir Yulia Sapiga og er orðin ein af starfsmönnum safnsins.

Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Frumflutt

14. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,