• 00:01:29Ég lifi enn - sönn saga: Rýni
  • 00:16:39Stofnanir og ráðningar

Víðsjá

Ráðningar stjórnenda í menningarstofnanir, Ég lifi enn - sönn saga

Talsverð umræða hefur skapast á síðustu mánuðum og misserum um stöðuveitingar og tilfærslur æðstu stjórnenda menningarstofnanna landsmanna og svo er enn. Deilt hefur verið á orðalag í auglýsingum og er nýjasta dæmið auglýsing um rektorsstöðuna við Listaháskóla Íslands. Við reifum þessi mál og ræðum við Þórunni Sigurðardóttur og Karl Ágúst Þorbergsson í þætti dagsins.

En við hefjum þáttinn á rýni Evu Halldóru Guðmundsdóttur í nýtt íslenskt leikverk, sem frumsýnt var í Tjarnarbíó um liðna helgi, Ég lifi enn - sönn saga, eftir Rebekku A. Ingimundardóttur, Þórey Sigþórsdóttur, Ásdísi Skúladóttur og leikhópinn Blik.

Frumflutt

9. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,