• 00:02:09Ég býð mig fram-Nýr Heimur
  • 00:11:49Hugi Guðmundsson
  • 00:26:32Póstfeminismi - Alda Björk Valdimarsdóttir

Víðsjá

Nýr heimur, kammersveit í hlustunarpartíi og póstfemínismi

ÉG BÝÐ MIG FRAM er röð óhefðbundinna örverkasýninga þar sem leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir býður listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs. Á morgun verður fjórða sería Ég býð mig fram frumsýnd í Tjarnarbíói og þessu sinni er útgangspunktur sýningarinnar Nýr heimur. Við lítum við í Tjarnarbíói og tökum púlsinn á leikstjóranum í frumsýningarhasarnum.

Þetta er eins og sitja einn inni í hring þar sem hljóðfæraleikararnir spila allt í kringum þig" Þannig lýsir Hugi Guðmundsson, tónskáld, upplifun hlustenda í hlustunarpartíi sem áhugasömum býðst mæta í í Bíó Paradís á morgun. Þar verður útgáfu nýrrar hljómplötu með flutningi Kammersveitar Reykjavíkur á tónlist Huga fagnað og tónlistin verður leikin í alltumlykjandi hljóðmynd úr sjö hátölurum. Við sláum á þráðinn til Danmerkur og fáum Huga til segja okkur nánar af tónsmíðunum og hljómplötunni.

Ritið, tímarit hugvísindastofnunar Háskóla Íslands er komið út, og þessu sinni er Ritið helgað rannsóknum á femínisma. Kynfrelsi og klámvæðing er viðfangsefni Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem bendir á hvernig póstfemínisminn er hluti af þriðju bylgju femínisma, og hvernig hinar svokölluðu bylgjur hafa haft áhrif hvor á aðra. Hún fjallar um viðhorf þriðju bylgjunnar til kynfrelsis kvenna, klámvæðingar í poppmenningu og varpar ljósi á hvernig hin feikivinsæla sjónvarpssería Sex and the City er lýsandi fyrir femínisk viðhorf í samtímanum. Alda Björk verður gestur okkar undir lok þáttar.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir

Birt

10. nóv. 2022

Aðgengilegt til

11. nóv. 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.