Víðsjá

Regnbogi hunds, innlimunarleikhús, tónlistarstefna, ábyrgð og skrif

Víðsjá kynnir sér síðasta sumarlestur Norræna hússins, sem fer fram þriðjudaginn 23. ágúst kl 17. Þema sumarlestursins í þetta sinn er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu. Þessi metnaðarfulla yfirskrift vakti forvitni Víðsjár, sem hitti rithöfundana Ingólf Eiríksson, Natöshu S og Þóru Hjörleifsdóttur í garðskála Norræna hússins.

Sviðshöfundurinn Nína Hjálmarsdóttir dvaldi í New York í sumar og sótti þar leiksýningar af því tagi sem óvíða finnast annars staðar. Hún segir okkur frá reynslu sinni af því fara á innlimunarleiksýninguna Sleep no more.

Við skoðum líka nýtt frumvarp til laga um tónlist í landinu og drög tónlistarstefnu sem er verið koma saman í fyrsta sinn.

Myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik opnaði á dögunum sýningu í Gallerí Þulu, undir yfirskriftinni Regnbogi Hunds. Við tókum titilinn bókstaflega, mættum með hund á sýninguna og lærðum ýmislegt um skynjun hunda.

Umsjónarmaður: Melkorka Ólafsdóttir

Frumflutt

22. ágúst 2022

Aðgengilegt til

23. ágúst 2023
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.