• 00:02:19Pólsk menningarhátíð
  • 00:23:27Sigtryggur Bjarni Baldvinsson í Listasafni Íslands

Víðsjá

Pólsk menningarhátíð, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

Í vikunni verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan ?eromski leikhússins í Kielce í Póllandi sem er komið hingað til lands. Þau sýna á föstudag leiksýninguna Gróskan í grasinu á Stóra sviði Þjóðleikhússins, leikverk sem byggt er á kvikmyndinni Splendor in the glass frá 1961. En þar auki verður á hátíðinni opin vinnustofa um aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og einnig fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi. Una Þorleifsdóttir leikstjóri sem hefur starfað í stefan Zeromski leikhúsinu kemur til okkar og segir okkur betur frá hátíðinni og menningarlegum tengslum Póllands og Íslands.

Á sýningunni Fram fjörðinn, seint um haust sýnir Sigtryggur Bjarni Baldvinsson stór vatnslitaverk þar sem lífríki Héðinsfjarðar er í aðalhlutverki. Verkin eru afrakstur vinnu síðustu tveggja ára en þessi eyðifjörður á Tröllaskaga hefur verið viðfangsefni listamannsins í nær tvo áratugi. Sigtryggur lítur á vinnuna í Héðinsfirði sem tilraun til þess hlusta á náttúruna, leita frétta og miðla mikilvægum boðskap, sem er dýrmætt lífríkið og undirliggjandi náttúruvá. Auk þess miðla, og vera einhverskonar tengiliður á milli náttúru og áhorfanda, segist Sigtryggur vilja gera falleg verk, þó fegurðin eigi oft undir högg á sækja í samtímalist, en hann er sannfærður um fegurðin varnarkerfi nátturunnar. Meira um það hér á eftir í samtali við listamanninn sem hefur fært okkur fréttir úr Héðinsfirði síðustu ár.

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,