Víðsjá

Nóbelsverðlaun, deila um útilistaverk, Taipio Koivukari og gyðjur súrr

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um bandaríska ljóðskáldið Louise Glück en tilkynnt var í Stokkhólmi í morgun hún hlyti Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2020.

Halla Harðardóttir heldur áfram feta krókaleiðir listasögunnar, þessu sinni rifjar hún upp gleymdar gyðjur súrrealismans, og lítur inn á sýningu sem stendur yfir í Louisiana safninu við Kaupmannahöfn. Á sýningunni Fantastic Women sjá verk eftir 34 listakonur sem kenndar hafa verið við súrrealisma en sem margar hverjar hafa fallið í gleymskunnar dá.

Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um ljóðabókina Innfirði eftir finnska verðlaunahöfundinn Taipio Koivukari sem fyrir löngu er orðinn landsþekktur fyrir skáldsögur sínar sem komið hafa út í þýðingum Sigurðar Karlssonar.

Ennfremur verður hugað myndlist í opinberu rými gefnu tilefni og rætt við Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur og Hlyn Helgason, varaformann Sambands íslenskra myndlistarmanna um þau mál.

Birt

8. okt. 2020

Aðgengilegt til

8. okt. 2021
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.