Eldfimm ummæli Rutte, stríðið um sannleikann og átök um Þjóðaróperu
Ummæli Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í gær hafa vakið athygli - Rutte sagði það draumsýn að ríki Evrópu eða Evrópusambandið gætu séð um eigin varnir án Bandaríkjanna. Björn Malmquist fréttamaður heyrði ummælin falla og fylgdist með umræðunum í framhaldinu.
Það er ekkert nýtt að stjórnvöld, stórfyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar ljúgi að almenningi í gegnum fjölmiðla sem þeir hafa greiðan aðgang, geta ráðskast með og jafnvel stjórnað í einu og öllu. Það sem er nýtt er tæknin sem nú gerir þessum aðilum kleift að framleiða og dreifa falsfréttum, djúpfölsunum og gegndarlausum áróðri yfir fólk og fjölmiðla í stærri stíl og stríðari straumi en nokkru sinni fyrr, þar sem vægi staðreynda fer ört minnkandi og æ erfiðara reynist að greina satt frá lognu.
Íslenska óperan afturkallaði vilyrði um stofneign til þjóðaróperunnar og keypti ríkið í staðinn af henni nótur, búninga og hljóðfæri fyrir á annan tug milljóna
Frumflutt
27. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.