Spegillinn

Lofstlagsmál, riða, Súdan, villtur lax og alinn, og Evrópuráðsfundur

Spegillinn 19. apríl 2023

Enn er leitað stað til urða um sjö hundruð kindahræ frá Syðri Urriðaá í Miðfjarðarhólfi. Veirufræðingur á tilraunastöðinni á Keldum segir urðun besta kostinn ef ekki er hægt brenna hræin.

Um þrjú hundruð almennir borgarar hafa fallið í Súdan, í átökum sem stigmagnast með degi hverjum. Vatn og matur er víða af skornum skammti og erfitt koma særðum undir læknishendur.

Fjármálaráðuneytið og Skatturinn geta veitt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd allar upplýsingar varðandi tollafgreiðslu á pítsuosti og gögn þar lútandi, segir fjármálaráðherra

Innheimtustofnun sveitarfélaga þarf endurgreiða samtals sjötíu milljónir sem rukkaðar voru ólöglega sem innheimtuþóknun.

Heildarkostnaður við uppbyggingu Landspítalans er áætlaður 210 milljarðar króna.

-----

Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda er því spáð Íslendingar nái minnka losun um 24 prósent fram til ársins 2030, en Ísland hefur skuldbundið sig gagnvart ESB til minnka hana um 29 prósent. Og það sem meira er, þá eru þessar skuldbindingar í þann mund hækka, líkindum upp í um það bil 40 prósenta samdrátt. Það er því ljóst Ísland er fjarri því standa við gildandi markmið og skuldbindingar gagnvart Evrópusambandinu, enn fjær því standa við væntanlegar skuldbindingar sínar og víðs fjarri enn metnaðarfyllri markmiðum íslenskra stjórnvalda um 55 prósenta samdrátt.

Ísland virðist eina von stofns Atlantshafslaxins sem óðum fer minnkandi. Lega landsins, lítil mengun og fátt fólk eru meðal ástæðna. Laxeldi í sjó er þó ógn. Þetta segir umsvifamesti eigandi íslenskra laxveiðiáa og jarða sem þeim tengjast, breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe.

Tæpur mánuður er þangað til meira en fjörtíu evrópskir þjóðarleiðtogar koma til Íslands, á leiðtogafund Evrópuráðsins - þann fyrsta sem haldinn er í átján ár, og aðeins þann fjórða í sögu ráðsins. Ísland fer með formennsku í Evrópuráðinu og stór hluti af undirbúningi fyrir leiðtogafundinn hefur fallið á fastanefnd Íslands í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi.

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Lýdía Grétarsdóttir

Útsendingarstjóri fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

19. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir