Spegillinn

Niceair gerir hlé, fleiri koma frá Venesúela og vanlíðan ungmenna

Flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst flugi frá og með morgundeginum. Framkvæmdastjóri félagsins segir framhaldið óvíst en það ekki gjaldþrota. Amanda Guðrún Bjarnadóttir talaði við Þorvald Lúðvík Sigurjónsson.

Fimmtán hundruð manns frá fjörutíu og þremur löndum hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Fleiri komu frá Venesúela en Úkraínu. Alma Ómarsdóttir tók saman

Verjendur í hoppukastalamálinu svokallaða fóru í dag fram á nánara mat yrði gert á sönnunargögnum málsins áður en aðalmeðferð þess hefst. Ólöf Rún Erlendsdóttir tók saman.

Þrjú þúsund Íslendingar hafa flogið suður á bóginn og ætla verja páskunum á eyjunni Tenerife. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Rökkva Árnason og Óðinn Hrafn Bjarkason.

-------------------------------------------------------------------------------

Lengri umfjallanir:

Geðheilsa ungmenna hefur versnað verulega undanfarin 10 ár. rannsókn vísindamanna við Menntavísindasvið Háskóla íslands sýnir marktækt samband er á milli netsamskipta og þunglyndis- og kvíðaeinkanna hjá 15 ára stúlkum. Í rannsókninni er rýnt í breytingar á geðheilsu ungs fólks í upphafi 21. aldar. Sagt er frá niðurstöðunum í grein í tímaritinu Scandinavian Journal of Public Health. Óttar Guðbjörn Birgisson, aðjunkt og doktorsnemi í Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði, er fyrsti höfundur greinarinnar. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann.

Mörgum Norðmanninum blöskar þegar þeir heyra verulega eigi draga úr neyslu á kjöti. Jafnvel svo aðeins ein kjötflís verði á boðum í hverri viku - 350 grömm takk. Svo getur farið ef nýjum tillögum sérfræðinga Norrænu ráðherranefndarinnar verður fylgt. En andstaðan er hörð og líka hjá norska landbúnaðarráðherranum. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.

Ísraelskir lögreglumenn réðust inn í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í nóttskömmu fyrir dögun þar sem hópur fólks hafði læst sig þar inni eftir kvöldbænir, sögn yfirvalda. Þeir voru grýttir og skotið þeim flugeldum þegar þeir komu inn og svöruðu með höggsprengjum og skutu gúmmíhúðuðum byssukúlum á hópinn. Allt fimmtíu særðust sögn talsmanns Rauða hálfmánans í borginni. Sjúkrabílum sem voru sendir á vettvang var ekki hleypt moskunni. Ásgeir Tómasson tók saman.

Frumflutt

5. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir