Spegillinn

Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina

Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.

Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga.

Stjórn Landsvirkjunar ætlar leggja til greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann.

Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða.

Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því alifuglum hættara við smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana.

--------------

Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra.

Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum.

Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.

Frumflutt

7. mars 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir