• 00:00:08Framkvæmdanefnd um Grindavík
  • 00:07:29Evrópuþingskosningar
  • 00:13:10Rússar blása á Úkraínuráðstefnu

Spegillinn

Grindavík, Evrópuþingkosningar, Úkraína og Rússland

5. júní 2024

Það eru um sjö mánuðir síðan Grindavík var rýmd, jarðhræringarnar halda áfram og verkefnin sem við blasa eru mörg og krefjandi. Atvinnu- og húsnæðismálin kannski mest aðkallandi segir Árni Þór Sigurðsson, formaður nýrrar framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur, í viðtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur.

Um þrjú hundruð og sjötíu milljónir eru á kjörskrá fyrir kosningar til Evrópuþingsins sem hefjast á morgun og standa fram á sunnudag. Þingið var í upphafi valda- og áhrifalítið en hefur í seinni tíð fengið aukið vægi innan Evrópusambandsins. Búist er við harðlínu-hægriflokkar auki fylgi sitt í kosningunum, þótt líklegt talið hófsamir miðjuflokkar haldi meirihluta. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, segir frá.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gefur lítið fyrir leiðtoga- og friðarráðstefnu vegna stríðsins í Úkraínu, sem sem haldin verður í Sviss um miðjan mánuð, og varar Frakka við því, sendi þeir franska hernaðarsérfræðinga til Úkraínu til þjálfa þarlenda hermenn í notkun franskra og vestrænna vopna, þá teljist þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Ævar Örn Jósepsson fjallar um ráðstefnuna og afstöðu Rússa.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,