Spegillinn

Vatn og brauð á Gaza, fangelsismál, hælisleitendur til Rúanda

Íbúar á Gaza nærast aðallega á vatni og brauði, segir Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna - UNWRA í New York. Horfur eru á UNWRA geti héðan í frá aðeins dreift einum lítra af vatni til hvers flóttamanns á Gaza. 80 prósent íbúanna eru á vergangi.

Í úttekt Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun voru gerðar alvarlegar athugasemdir við illa farinn og heilsuspillandi húsakost á Litla-Hrauni, ónóga mönnun til tryggja öryggi fanga og fangavarða og fulla nýtingu afplánunarrýma, sem meðal annars hefur leitt til þess refsingar hátt í þrjú hundruð dæmdra brotamanna féllu niður. Alvarlegustu athugasemdirnar lúta flestar málum á könnu dómsmálaráðuneytisins. Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Bretar hafa enn ekki gefist upp á losa sig við hælisleitendur með því senda þá til Rúanda, þrátt fyrir hæstiréttur landsins hafi komist þeirri niðurstöðu lögum samkvæmt megi ekki senda þá þangað.

Á föstudaginn var Repúblikaninn George Santos rekinn af Bandaríkjaþingi í skugga fjölda ásakana um lygar, fjármálamisferli og fleira. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Hljóðmaður var Kári Guðmundsson.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,