Spegillinn

Börn í fangelsi, lesblinda og óöld í Súdan

Verjandi 17 ára stúlku sem sætir gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Hafnarfirði furðar sig á því henni skuli ekki hafa verið sleppt eftir yfirheyrslur í gærkvöld. Hún vitni í málinu, ekki gerandi.

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðingar sýni stjórnvöldum rauða spjaldið með því samþykkja naumlega fyrsta kjarasamninginn í tíu ár. Koma verði í veg fyrir flótta úr stéttinni.

Ofbeldisbrotum, og sérstaklega brotum þar sem hnífum er beitt, hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Afbrotafræðingur segir bregðast verði hart við en það ekki rétt setja ungt fólk í fangelsi. Það geri það ekki betri manneskjum.

Tíu ár gæti tekið byggja upp riðulausa sauðfjárstofna á Íslandi. Þetta sýna frumniðurstöður Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Jón Hjalta Eiríksson.

------

Undanfarin misseri hefur fjölgað mjög brotum þar sem vopnum er beitt, sérstaklega hnífum. Fjögur ungmenni voru handtekin fyrir helgi, grunuð um hafa orðið manni bana í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Þau sæta gæsluvarðhaldi til fmmtudags. Þrjú þeirra eru ekki orðin átján en það fjórða er á nítjánda ári. Maðurinn var stunginn oftar en einu sinni með hnífi og lést af sárum sínum. Árásin var tekin upp á myndband sem lögregla hefur undir höndum og hún telur sig hafa nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Heimildir fréttastofu herma samskipti ungmennanna og mannsins sem lést hafi byrjað á bar í grenndinni og færst svo yfir götuna á bílastæðið við Fjarðarkaup. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, telur þetta mál dæmi um ógnvekjandi þróun sem sjáist víðar en hér, en hún varar við refsigleði. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Margréti.

Mörg okkar eiga erfitt með lesa, skrifa og stafa. Lesblinda háir mörgum í námi, leik og starfi allt frá æsku. En því fyrr sem brugðist er við, því betra. Rúmlega fimmta hvert ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára er með lesblindu. Þetta segja niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hvernig gengur skólakerfinu takast á við lesblindu? Ásdís Aðalbjörg Arnalds er forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarni Rúnarsson ræðir við hana.

Engar vísbendingar eru um stríðandi fylkingar í Súdan ætli leggja niður vopn þrátt fyrir tilraunir margra þjóðarleiðtoga til stilla til friðar. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði þegar hann kom til fundar með utanríkismálaráði sambandsins í Lúxemborg í morgun hann hefði verið í samb

Frumflutt

24. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,