Spegillinn

Afsögn fjármálaráðherra, stríð í Ísrael og umhverfisglæpir

11. október 2023

Afsögn fjármálaráðherra var lítið rædd í þingsal Alþingis en þeim mun meira á göngum þess. Magnús geir Eyjólfsson þingfréttamaður segir frá stemmningunni á þingi og Linda H. Blöndal ræðir við stjórnarandstöðuþingmennina Guðmund Inga Kristinsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Jóhann Pál Jóhannsson.

Fimm sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum hafa verið myrtir í stríðinu milli Hamas og Ísraels. Þar af létust fjórir bráðaliðar þegar ráðist var á þau við hjálparstörf í morgun. Valgerður Gréta Gröndal segir frá.

Fyrsti snjórinn gæti fallið á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurviðvaranir taka gildi í kvöld. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir veturinn kíki aðeins í stutta heimsókn en ekki kominn af fullum þunga. Urður Örlygsdóttir ræðir við Eirík Örn Jóhannsson veðurfræðing.

Loðnuvinnslur þurfa mögulega keyra á olíu í vetur einhverju leyti, ef ekki rignir duglega næstu vikur og mánuði. Benedikt Sigurðsson ræðir við Hörð Arnarson.

-----

Það kom verulega á óvart öflugt öryggisnet hers og leyniþjónustu Ísraels skyldi bregðast svo illilega sem raun bar vitni þegar stórum hópi vopnaðra manna tókst aðfaranótt síðasta laugardags ráðast inn í Ísrael á margvíslegum farartæjum, um leið og Hamas lét þúsundum eldflauga rigna yfir sunnanvert landið. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.

Það er sérstakt strax farið tala um nýtt ráðuneyti ráðherra sem segir af sér mati prófessors í stjórnmálafræði og það hafi líka fært athyglina frá áliti umboðsmanns um hæfisbrest fjármálaráðherra við bankasöluna. Þetta segir Eva h. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði.

Reynsla Norðmanna af laxeldi í sjó gæti verið Íslendingum lærdómsrík - og víti til varnaðar. Það er skoðun Pauls Larssons, prófessors við norska lögregluháskólann, sem hélt erindi í Háskólanum á Akureyri á dögunum. Þar gerði hann glæpi mannsins gegn náttúru og lífríki umtalsefni sínu. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræðir við Guðmund Oddsson, afbrotafræðing og prófessor í félagsfræði.

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir