Spegillinn

Lög um fiskeldi, mótmæli í Bandaríkjunum og nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

2. maí 2024

Frumvarp nýjum lögum um lagareldi styrkir sjókvíaeldi í sessi en herðir kröfur til fyrirtækja í geiranum. Eftirlitsaðilar segja nýju lögin bragarbót en náttúruverndarsinnar mótmæla frumvarpinu. Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í lögin og ræðir við Hafstein Dan Kristjánsson lektor við lagadeild HR, Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar og Jón Kaldal, talsmann Íslenska náttúruverndarsjóðsins.

Á annað þúsund manns hafa verið handtekin í mikilli mótmælaöldu sem riðið hefur yfir bandaríska háskóla síðustu tvær vikur. Öll tengjast mótmælin stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza og koma í framhaldi af svipuðum aðgerðum sem staðið hafa með hléum allt frá upphafi stríðsins 7. október. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor við Williams-háskóla í Massachusetts og sérfræðing í málefnum Miðausturlanda.

Nýlegar tölur sýna gistinætur voru fleiri í mars en á sama tíma í fyrra og ferðamönnum fjölgaði fyrstu mánuði ársins en útlit er fyrir þeim fækki í sumar. Pétur Óskarsson, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jafnvel þó fjöldinn verði svipaður þá staldri ferðamenn skemur við en áður. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Pétur um ástand og horfur í greininni.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,