• 00:00:00Kynning
  • 00:00:30Dagur íslenskrar tungu
  • 00:07:05Nýjasta tækni og vísindi
  • 00:14:03Fundur forseta Kína og USA
  • 00:19:00Kveðja

Spegillinn

Íslensk tunga, ljósleiðari sem jarðskjálftamælir, stórveldafundur

16. nóvember 2023

Íslenska er mál málanna á Íslandi í dag eins og alla aðra daga - en alveg sérstaklega í dag, á degi íslenskrar tungu, sem hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar síðan 1996. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Sigurrós Eiðsdóttur, formann Félags íslenskukennara, um íslenskukennslu og -áhuga skólabarna og stöðu íslenskunnar.

Ljósleiðari er líkega í fyrsta sinn nýttur í rauntímamælingum á jarðskjálftum. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri á Veðurstofunni stendur fyrir því, í samstarfi við svissneska Tækniháskólann ETH. Ljósleiðarinn, sem er 8 kílómetra langur er á við 150 hefðbundna skjálftamæla segir Kristín. Ragnhildur Thorlacius bað hana segja frá ljósleiðaranum.

Fyrsti fundur forseta Kína og Bandaríkjanna síðan á Balí í nóvember í fyrra var á vinsamlegum nótum. Þeir sammæltust um reyna draga úr spennu milli ríkjanna og ákváðu meðal annars heimila herlið beggja ríkja tækju upp samskipti nýju. Ásgeir Tómasson segir frá.

Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred.

Frumflutt

16. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir