Breytingar á Menningarnótt og vextir, húsnæði og atvinna
Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardaginn. Í skugga hörmulegs atburðar á hátíðinni í fyrra, þegar 17 ára stúlka var stungin til bana, hefur Reykjavíkurborg ákveðið að standa fyrir sérstöku átaki undir slagorðinu "Verum klár".
Vaxtaákvörðun verður kynnt á morgun, Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands telur að svigrúm sé til að lækka háa vexti en fleira þurfi til að leysa úr húsnæðisvanda. Ekki síst þurfi að útvega nýjar lóðir svo hægt sé að byggja hagkvæmara húsnæði.
Frumflutt
19. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.