Ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland, Bandaríkjamenn hertaka rússneskt olíuskip, Kárahnjúkavirkjun í 20 ár
Bandarísk stjórnvöld með Donald Trump í fararbroddi hafa undanfarna daga margítrekað áhuga sinn á því að yfirtaka Grænland, hreinlega innlima það í Bandaríkin, og að fáist það ekki í gegn með góðu, þá sé alltaf möguleiki að beita hreinlega hervaldi. Þetta hefur að vonum vakið hörð viðbrögð á Grænlandi og í Danmörku, og mun víðar. En hvað má lesa í þessar mis-herskáu yfirlýsingar Trumps. hvert er planið? Magnús Geir Eyjólfsson ræðir við Albert Jónsson.
Bandaríski sjóherinn hertók í dag rússneskt olíuflutningaskip á siglingu frá Venesúela til Rússlands. Skipið siglir undir rússneskum fána, en silgdi til skamms tíma undir fána Gvæjana. Bandaríkjamenn hertóku það eftir rúmlega tveggja vikna eftirför, sem lauk með yfirtöku þess síðdegis í dag. Þá var skipið um 170 sjómílur suður af Kötlutanga, vel innan íslenskrar efnahagslögsögu. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson dósent við Háskóla Íslands.
Nú þegar nærri tuttugu ár eru liðin frá því Kárahnjúkavirkjun og Fljótsdalsstöð voru teknar í notkun, og bygging álvers Alcoa Fjarðaáls fyirgdi í kjölfarið, eru enn næg verkefni við að uppfylla skilyrði, rannsaka áhrif, ræða við samfélög og miðla upplýsingum. Þessu stýrir Árni Jóhann Óðinsson, verkefnastjóri gagnvart nærsamfélagi og náttúru hjá Landsdvirkjun á Austurlandi. Ágúst Ólafsson ræðir við hann.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Frumflutt
7. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.