Spegillinn

Spegillinn 26.9.'23. Húsnæðislán, háþrýstingur, loftslags- og skólamál

Það getur verið dýrkeypt gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf vera meðvitað um hve ódýrt það er endurfjármaga lánin.

Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands.

Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði.

Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið.

Áformað er 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík.

Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum.

-----

Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.

Það verður stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta sameina skóla, en vanda verði til verka.

Frumflutt

26. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,