Spegillinn

Spegillinn 26.9.'23. Húsnæðislán, háþrýstingur, loftslags- og skólamál

Það getur verið dýrkeypt gera ekki samaburð á þeim kjörum sem bjóðast við endurfjármögnun á húsnæðislánum, segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Fólk þarf vera meðvitað um hve ódýrt það er endurfjármaga lánin.

Of hár blóðþrýstingur er vangreindur og vanmeðhöndlaður sjúkdómur sem getur leitt til nýrna-, hjarta- og heilasjúkdómum, segir Emil Lárus Sigurðsson prófessor við Háskóla Íslands.

Mikill munur er á áhrifum kláms á ungmenni eftir því hvort þau leita því sjálf eða ekki, segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, dósents í fjölmiðlafræði.

Stórir evrópskir bankar hagnast enn á fjármögnun og rekstri jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, þvert á eigin loftslagsmarkmið.

Áformað er 10.000 manna, þétt og ?grænt" hverfi rísi í landi Keldna í Reykjavík.

Kvennalið Íslands í fótbolta tapaði fyrir þýska landsliðinu með engu marki gegn fjórum.

-----

Loftslagsþolið Ísland er yfirskriftin á skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og birt var í dag. Skýrslan inniheldur tillögur stýrihóps á vegum ráðuneytisins fyrir gerð landsáætlunar um aðlögun loftslagsbreytingum. Rætt er við Önnu Huldu Ólafsdóttur, sem á sæti í stýrihópnum og er yfir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands.

Það verður stokka upp framhaldsskólakerfið, auka samstarf eða samvinnu á milli skóla segir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra. Elsa Eiríksdóttir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands segir það vel geta verið til bóta sameina skóla, en vanda verði til verka.

Frumflutt

26. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,