• 00:00:29Ísland, Gaza og Eurovision
  • 00:07:11Hútar réðust á norskt flutningaskip
  • 00:12:13Skýrari námsskrár

Spegillinn

Gaza og Eurovision, Hútar réðust á norskt skip, skýra þarf námskrá

Rússar voru í fyrra útilokaðir frá þátttöku í Eurovision áeggjan nokkurra sjónvarpsstöðva sem aðild eiga EBU Evrópusamtökum útvarpsstöðva. Norrænu ríkisstöðvarnar, þar á meðal RÚV, fóru þar fremstar í flokki undir forystu Finna. lokum lét EBU undan, meinaði Rússum þátttöku og rak úr samtökunum. eru uppi háværar raddir um útiloka skuli Ísrael frá þátttöku í Eurovision vegna þeirra stríðsglæpa sem ljóst þykir Ísraelsher hafi framið í stríðsrekstri sínum á Gaza. Er þetta sambærilegt? Spegillinn ræddi við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í alþjóðarétti og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.

Norska flutningaskipið Strinda er á leið til hafnar eftir uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á það með flugskeyti í gær. Eldur kviknaði í skipinu, en engan sakaði.

Í skýrslu um helstu niðurstöður PISA eru settar fram tillögur um aðgerðir, vegna þess árangur íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er talsvert lakari en áður hefur mælst. Þar segir meðal annars nauðsynlegt endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla. Spegillinn leit við í Hagaskóla, hitti þar skólastjórann og doktorsnemann Ómar Örn Magnússon og bað hann útskýra námskrár málin.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,