Spegillinn

Vopnuð lögregla, vopnaleit í flugi, verkföll og leðurblaka í Kópavogi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast eftir skýrri og afgerandi niðurstöðu fundar Evrópuráðsins - sem hefst í Reykjavík á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Katrínu. Langflestir leiðtogar aðildarríkjanna mæta. Vopnaðir lögreglumenn í tugatali eru í Hörpu. Búið er girða af svæði við Hörpu og þangað kemst enginn inn nema eiga erindi. Nær allir lögreglumenn landsins eru störfum á fundinum og liðsauki hefur borist erlendis frá. Bretar sinna loftrýmisgæslu í dag og næstu daga vegna fundarins.

Það verður leitað vopnum á farþegum í innanlandsflugi í fyrsta sinni næstu daga. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia, segir þetta vera í fyrsta sinn sem öryggisleit er í innanlandsflugi hér á landi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við Sigrúnu.

Fjórir leikskólar í Mosfellsbæ og Garðabæ voru lokaðir í dag í fyrstu verkfallsaðgerðum BSRB í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verður kosið um allsherjarverkfall félagsmanna BSRB í Kópavogi. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Sonju Ýr Þorbergsdóttur og Ellen Svövu Rúnarsdóttur.

Lifandi en slöpp leðurblaka fannst í Kópavogi í síðustu viku. Þeim fjölgar, óvæntum heimsóknum leðurblaka til landsins, sögn Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings Keldum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.

Allt er á suðupuntki á Sauðárkróki. Tindastóll getur orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld, ef þeir leggja Reykjavíkurliðið Val. Sumir atvinnurekendur í bænum lokuðu snemma til fólk kæmist fyrr á völlinn. Rætt var við Gunnar Birgisson íþróttafréttamann.

Ýmiskonar fundahöld eru til hliðar við leiðtogafundinn á morgun. Einn þeirra var í Veröld í dag - Lýðræði fyrir framtíðna var yfirskrift hans. Einn margra framsögumanna var Tiny Kox forseti Evópuráðsþingsins, sem brýndi fyrir ungu fólki taka þátt í viðhalda lýðræði. Annar framsögumaður var Jón Ólafsson prófessor. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Jón.

Hitinn og sólin á Spáni geta haft skuggahliðar með vatnsþurrð, uppskerubresti og ýmsum erfiðleikum öðrum. Sumir Spánverjar láta reiði sína og angist vegna erfiðleikanna bitna á veðurfræðingum. Þeir eru kallaðir morðingjar, glæpamenn og þeim er hótað með ýmsu móti á samfélagsmiðlum, í símtölum og með tölvupóstsendingum. Í pistlinum koma fyrir Samuel Reyes, forstjóri Veitustofnunarinnar í Katalóníu og Luz Cepeda veðurfréttakona. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Frumflutt

15. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,