Spegillinn

Marokkó, bein í Ráðherrabústaðnum, fullkomnir gasmælar á Reykjanes

Björgunarsveitum í Marokkó gengur seint koma til aðstoðar fólki sem missti allt í jarðskjálftanum á föstudagskvöld. Hátt í 2.700 hafa fundist látin.

Höfuðkúpu­bein úr manni fund­ust í fyrri viku und­ir gólf­fjöl­um í risi Ráðherra­bú­staðar­ins við Tjarn­ar­götu, þar sem end­ur­bæt­ur standa yfir. Margrét Hallgrímsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og fyrrverandi Þjóðminjavörður, gerir ráð fyrir beinunum hafi verið komið fyrir í húsinu eftir það var flutt frá Önundarfirði, þar sem það stóð upphaflega.

Geðhjálp segir því fari fjarri fatlað fólk ofþjónustað. Fjármálaráðherra sendi fötluðu fólki kaldar kveðjur þegar hann segir skoða þurfi hvort því veitt þjónusta umfram það sem lög bjóða.

Setja á fullkomna gasmæla í hvern þéttbýliskjarna á Reykjanesskaga þar sem búast við fleiri eldgosum á skaganum. Verið er bæta viðbúnað Umhverfisstofnunar við eldgosum, í stað þess redda mælum þegar gos er hafið.

Formaður deildar sauðfjárbænda segir göngur og réttir hafi gengið vel í haust en hefur áhyggjur af því fleiri bændur bregði búi. Landbúnaðurinn hefur ekki aðgang sama og fjárfestar sem kaupi upp jarðir.

Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur slegið met Lady Gaga og Tonys Bennett á streymisveitunni Spotify í flokki djasstónlistar.

Þing verður sett á morgun. Fjármálaráðherra hefur boðað miklar aðhaldsaðgerðir. Í vor og sumar hefur mikið verið rætt um ágreining eða núning milli stjórnarflokkanna og þá helst Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir alltaf erfitt sjá fyrir hvað veldur helst ágreiningi en útlendingamálin og boðaður niðurskurður í fjárlögum til þess líklegur.

Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Mark Eldred. Útsendingu stjórnaði Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

11. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir