Spegillinn

Afbrotatölfræði og valdatafl - í Brussell og hjá Murdoch

Síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt um ofbeldi í samfélaginu í ljósi voðaverka sem framin hafa verið í ár. Ekki síst er mikið rætt um ofbeldi meðal ungs fólks. Rannveig Þórisdóttir félagsfræðingur og samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir það skiljanlegt en þótt skráðum ofbeldisbrotum hafi fjölgað sýni þolendakannir ekki fleiri verði fyrir brotum.

Tuttugu og sex nýjir framkvæmdastjórar Evrópusambandsins voru kynntir á þriðjudaginn, eftir talsverðar sviptingar í tengslum við tilnefningar þeirra. Með valinu - og verkaskiptingu þessara embætta, er Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar almennt talin hafa tryggt - og jafnvel aukið - völd sín og áhrif í Brussel.

Lokaskákin í valdataflinu um eitt áhrifamesta fjölmiðlaveldi heims er tefld fyrir luktum dyrum í dómsal í Reno, Nevada-ríki. Rupert Murdoch og elsti sonurinn, Lachlan, sitja hlið við hlið andspænis órólegu deildinni sem fjölskyldfaðirinn vill verði svipt völdum sínum, það þeim sjálfum fyrir bestu.

Frumflutt

20. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir