Spegillinn

Hvernig verja á innviði í eldgosi? Loftslag, landbúnaður og ræktun

Síðasta sólarhring hefur Ísraelsher gert árásir á 600 skotmörk á Gaza. Forsætisráðherra Ísraels sagði í dag árangur væri nást gegn Hamas.

Forsætisráðherra Íslands vissi ekki Ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu um vopnahlé á Gaza fyrr en eftir fundur um hana hófst. Tölvupóstur þess efnis var sendur starfsmanni forsætisráðuneytisins ellefu mínútum áður en fundurinn hófst. Stjórnarandstaðan vill boðað verði til þingfundar hið fyrsta.

Enn rís land á Reykjanesskaga norðvestan við Þorbjörn hjá Svartsengi og skjálftavirkni er viðvarandi. Nýjar gasmælingar sýna engar breytingar og samkvæmt fyrstu drögum úrvinnslu á glænýjum myndum virðist vera draga úr landrisi.

Kínverska byggingafyrirtækið Evergrande fær fimm vikna frest til semja við lánardrottna um rúmlega 45 þúsund milljarða króna skuldir. Ella blasir gjaldþrot við.

Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár.

Hvernig er hægt verja hina mikilvægu innviði við Svartsengi fari gjósa þar? Hvað tekur langan tíma reisa varnargarða fyrir Grindavík og jarðvarmavirkjun HS orku í Svartsengi? Hvernig er hægt verja vatnsból og lagnir? Rætt er við Ara Guðmundsson verkfræðing sem fer fyrir vinnu á vegum almannavarna um varnir innviða á Reykjanesskaga.

Hvort er hin fyrirsjáanlega mikla hlýnun og gjörbreyttu aðstæður hér góðar fréttir eða slæmar fyrir íslenskan landbúnað og ræktun almennt? Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur er spurður út í áhrif loftslagsbreytinga.

Dómari í Hong Kong gaf í dag stjórnendum kínverska fasteignafélagsins Evergrande fimm vikna frest til leggja fram áætlun um með hvaða hætti þeir ætluðu greiða skuldir sínar. Ella yrði það tekið til gjaldþrotaskipta. Evergrande er skuldugasta fasteignafyrirtæki í heiminum. Gjalþrotið gæti haft alvarleg áhrif á þjóðarhag í Kína.

Ragnhildur Thorlacius hafði umsjón með Speglinum. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður. Margrét Júlía Ingimarsdóttir stjórnaði fréttaútsendingu.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,