• 00:00:08Það sem Bankasýslan sagði
  • 00:07:13Stríðið í Súdan
  • 00:14:26Þróun líkamsþyngdar barnshafandi kvenna

Spegillinn

Kaup Landsbankans á TM, stríðið í Súdan og verðandi mæður í ofþyngd

15. apríl 2024

Bankasýslan skilaði á föstudag skýrslu um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Bankasýslan finnur kaupunum og aðdraganda þeirra flest til foráttu og undrast valin hafi verið eina leiðin sem hvorki kallaði á aðkomu samþykki hluthafa. Kaupin hafa dregið dilk á eftir sér og sýnist sitt hverjum, eins og Freyr Gígja Gunnarsson fer yfir í umfjöllun sinni um málið. Við heyrum í Helgu Björk Eiríksdóttur, fráfarandi bankaráðsformanni Landsbankans, Tryggva Pálssyni, stjórnarformanni Bankasýslunnar, Lilju Dögg Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra.

Fyrir réttu ári, 15. apríl 2023, brutust út blóðug átök milli súdanska stjórnarhersins og hinnar vopnuðu hreyfingar RSF í Kartúm, höfuðborg Súdans. Tólf mánuðum síðar eru hátt í tíu milljónir karla, kvenna og barna á vergangi, Tugþúsundir almennra borgara hafa verið drepnar og tugir þúsunda dáið af völdum hungurs og sjúkdóma sem rekja beint til stríðsins, aðallega börn. Þótt stríðið hafi staðið í ár er sagan á bak við það heldur lengri. Ævar Örn Jósepsson stiklar á stóru í þeirri blóðugu sögu og ræðir við Birnu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.

Mikilvægt er ræða um ofþyngd og offitu af nærgætni og forðast fordóma, segir Kamilla Dóra Jónsdóttir læknanemi, sem vann nýlegri rannsókn á þyngd kvenna á meðgöngu. Rannsóknin sýnir 30% þeirra flokkuðust með offitu við upphaf meðgöngunnar. Selma Margrét Sverrisdóttir tók saman og ræddi við Kamillu Dóru.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,