Brotthvarf Bandaríkjanna og Mercosur-samningur samþykktur
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni að Bandaríkin hygðust segja sig frá starfi og fjármögnun 66 alþjóðastofnana, -samtaka og -sáttmála af ýmsu tagi, þar sem starfsemi þeirra og markmið samræmdust ekki stefnu og hagsmunum Bandaríkjanna. Í 31 tilfelli eru þetta stofnanir og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, en 35 eru sjálfstæðar, fjölþjóðlegar stofnanir og samtök sem Bandaríkin hafa átt aðild að og fjármagnað að mismiklu leyti.
Mercosur samningurinn - stærsti fríverslunarsamningur sem Evrópusambandið hefur gert, var samþykktur af hálfu aðildarríkjanna í dag, eftir viðræður sem staðið hafa í tuttugu og fimm ár. Með samnningnum verður til markaðssvæði með meira en sjö hundruð milljón íbúum í Evrópu og fjórum ríkjum Suður Ameríku.
Frumflutt
9. jan. 2026
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Spegillinn
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.