Spegillinn

Manndrápsmál í Landsrétti, hátækni-sorpbrennsla á Íslandi og innri markaður ESB og EES

18. apríl 2024

Landsréttur skoðar hvort formgalli í máli hjúkrunarfræðings sem var sýknaður af manndrápsákæru eigi leiða til þess sýknudómurinn verði ómerktur og málinu vísað aftur til héraðs. Ákæruvaldið telur sig geta krafist þess hjúkrunarfræðingurinn verði til vara dæmdur fyrir manndráp af gáleysi, en verjandi hennar segir ekki hægt skipta um hest í miðri á. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá.

Byrjað er draga úr urðun sorps í Álfsnesi og lög kveða á um hætta skuli urðun fullu, alstaðar á landinu, sem kallar á önnur lausn verði fundin fyrir allan þann úrgang sem til fellur og ekki er hægt endurvinna með einhverjum hætti. Þegar er byrjað flytja þennan úrgang til Svíþjóðar, þar sem hann er brenndur og orkan úr brennslunni nýtt í fjarvarmaveitu. Í dag kom út skýrsla starfshóps um fýsileika þess reisa svokallaða hátækni-sorpbrennslu hér á landi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Helga Þór Ingason prófessor og verkefnastjóra, sem fór fyrir starfi skýrsluhöfunda.

Innri markaður Evrópusambandsins og EES ríkjanna þarf taka viðamiklum breytingum, svo efnahagslíf álfunnar dragist ekki enn frekar aftur úr gagnvart samkeppnisaðilum á borð við Bandaríkin og Kína. Þetta er megin niðurstaða nýrrar skýrslu sem kynnt var á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel í dag. Auka þarf samþættingu og víkka út markaðinn, svo hann nái yfir geira sem hingað til hafa verið á forræði einstakra ríkja. Björn Malmquist segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,