Spegillinn

Kosningar í Póllandi og vangaveltur um ríkisstjórn

12. október 2023

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Ísraels í dag og ítrekaði skilyrðislausan stuðning Bandaríkjastjórnar við ísraelsku þjóðina.

Hlýrra loftslag og hopun jökla hefur aukið framleiðslugetu Landsvirkjunar umtalsvert á undanförnum tíu árum.

Nýjum samráðsvettvangi lögreglu, sveitarfélaga, heilbrigðistofnana, skóla og fleiri er ætlað vaka yfir samfélaginu og skipuleggja átaksverkefni gegn ofbeldi og áhættuhegðun. Stofnað verður til slíks samráðs í öllum landshlutum og er það þegar hafið á Austurlandi.

Fólk sem þiggur máltíðir á kaffistofu Samhjálpar þarf skrá sig sérstaklega þannig unnt meta hvort það þurfi á aðstoðinni halda. Viðbrögð við neyðarástandi, segir framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Ekki er vitað hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni en allt mun það skýrast á laugardaginn þegar ríkisráð kemur saman til fundar á Bessastöðum. Mögulega skipta flokkar á ráðuneytum en það gæti líka orðið ráðherrum Sjálfstæðisflokks verði einfaldlega hrókerað.

Kosningar í Póllandi á sunnudaginn snúast ekki síst um hvort stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti heldur völdum þriðja kjörtímabilið í röð. Kosningabaráttan hefur verið hörð og spurningar sem bornar eru upp í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kjöri þingmanna hafa ýtt undir skautun í pólsku samfélagi.

Málsmetandi rithöfundur þarf greiða þúsund evrur í sekt fyrir hafa farið niðrandi orðum um forsætisráðherra Ítalíu í sjónvarpsþætti.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir