Spegillinn

Enn rýming á Austfjörðum og ný viðmið í fjárveitingum til háskóla

Appelsínugul veðurviðvörun vegna rigningar á Austfjörðum og rýming á Seyðisfirði er enn í gildi. Hringveginum hefur verið lokað frá Skaftafelli Jökulsárlóni vegna veðurs.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra segir áform um sameiningu framhaldsskóla á Akureyri breytist fáist meira fé.

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni.

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir skýra þurfi betur skilgreininguna á nánu sambandi í hegningarlögum, sem var breytt 2016 til undirstrika hve alvarlegt heimilisofbeldi væri.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós veikindadögum hefur fjölgað verulega á síðustu árum innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Starfsfólk hefur upplifað vanvirðingu, ofbeldi og kynþáttafordóma; þá hefur hljóðfæraleikari stefnt hljómsveitinni fyrir brottrekstur.

Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort setja allsherjar símabann í grunnskólum Reykjavíkur.

Belgíski söngvarinn Lou Deprijck sem er hvað þekktastur fyrir hafa samið pönk smellinn Ça plane pour moi er látinn

-------

Það kólnar mjög milli Indlands og Kanada. Viðræður um fríverslunarsamning þeirra á milli eru í uppnámi eftir Justin Trudeau sagði hugsanleg tengsl væru milli útsendara indversku stjórnarinnar og morðs á kanadískum ríkisborgara, Hardeep Singh Nijjar.

Rektor Háskóla Íslands telur boðaðar breytingar á fjármögnun háskólanna hafi talsverð áhrif á skólastarfið. Horft til fleiri þátta en áður og veigamesta breytingin fylgi einingum sem nemendur ljúka og skólinn verði hlú þeim.

Meira en 150 þjóðarleiðtogar eru komnir til New York-borgar vegna ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, með tilheyrandi röskun fyrir borgarbúa.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

19. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,