Spegillinn

Venesúelabúum vísað úr landi. Færanlegt sjúkrahús til Úkraínu.

29.09.2023

Útlendingastofnun mátti synja Venesúelabúum um alþjóðlega vernd, mati kærunefndar útlendingamála. Á annað þúsund manns frá Venesúela geta búist við vera send úr landi á næstunni. Ari Páll Karlsson sagði frá.

Sænska hernum verður falið aðstoða lögregluna við ráða niðurlögum glæpagengja sem hafa orðið ellefu manns bana í þessum mánuði. Vísbendingar eru um tengsl íslenskra glæpahópa við sænsk glæpasamtök sem staðið hafa í grimmilegum hjaðningavígum síðustu misseri. Ævar Örn Jósepsson og Ásgeir Tómasson sögðu frá. Rætt var við Runólf Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjón.

Færanlegt sjúkrahús sem Íslendingar fjármagna verður afhent Úkraínumönnum á næstunni. Bjarni Pétur Jónsson talaði við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.

Áratugum saman hefur verið rætt og stundum rifist um Sundabraut. Stefnt er því framkvæmdir hefjiist 2026 og kynningarfundir um umhverfisáhrif og breytingar á skipulagi verða í næstu viku. Á löngum tíma hefur verkefnið þróast og breyst segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Til dæmis er ekki lengur í forgangi tengja umferðina við miðborgina. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Guðmund.

Alberto Núñez Feijóo, leiðtoga Lýðflokksins PP á Spáni, mistókst í dag tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna til mynda nýja ríkisstjórn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra og formaður Sósíalistaflokksins, fær stjórnarmyndunarumboðið.

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er látin, níræð aldri. Hún var elst þingmanna í deildinni. Meðalaldur þeirra er 65 ár.

Umsjón með Speglinum hafði Ásgeir Tómasson. Magnús Þorsteinn Magnússon var tæknimaður og Annalísa Hermannsdóttir stýrði fréttaútsendingu.

Frumflutt

29. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,