Spegillinn

Manndráp í Hafnarfirði, olíubrennsa í loðnuvinnslu, gervigreind

Spegillinn 21. Apríl 2023

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón.

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni.

Hún kærði þremenningana fyrir brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra.

Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda.

Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um synja dæmdum kynferðisafbrotamanni afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman.

Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir skýrsla var birt þar sem fram kom hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá.

69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá.

Hægt er tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina.

Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna því finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö

Frumflutt

21. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,