Spegillinn

Hagræðingarkröfur, Trump, Grímseyjarferjan, Dolly Parton

Spegillinn 25. ágúst 2023

Umsjón: Ásgeir Tómasson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna, segir það viðvarandi krafa frá almenningi stofnanir geri sífellt meira og betur. Stefnt er því lækka launakostnað ríkisins um fimm milljarða króna. Benedikt Sigurðsson talaði við hana.

Formenn þriggja stjórnarandstöðuflokka, þau Sigmundur Davíð Gunnlugsson, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, gefa lítið fyrir þær áætlanir sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Stjórnvöld hyggjast fara í 17 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri eftir bætta afkomu ríkissjóðs. Ísak Regal tók saman.

Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, segir borgarastyrjöld yfirvofandi í Bandaríkjunum verði ákærum á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, haldið til streitu. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá.

Fulltrúar Indó Sparisjóðs funduðu í vikunni með Samkeppniseftirlitinu vegna mögulegra samkeppnisbrota stóru viðskiptabankanna. Íslandsbanki krefst þess fólk eigi launareikning í bankanum ef það vill kaupa gjaldeyri. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá og talaði við Hauk Skúlason, annan stofnenda Indó.

Vegagerðin hefur varið yfir 300 milljónum króna í viðgerðir og viðhald á Grímseyjarferjunni Sæfara, undanfarin fjögur ár. 250 milljónir hafa farið í viðgerðir það sem af er þessu ári. Ólöf Erlendsdóttir sagði frá.

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, neitaði í dag segja af sér fyrir hafa kysst fyrirliða kvennalandsliðsins á munninn.

Bjartsýnismenn í Noregi spá því friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa hefjist í haust. Gísli Kristjánsson sagði frá.

Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri, óttast vankantar á útboði sjúkraflugs verði til þess þjónustunni fari aftur. Hann kysi þyrlur Landhelgisgæslunnar væru nýttar meira í sjúkraflug. Amanda Guðrún Bjarnadóttir tók saman.

Afkoma ríkissjóðs er langt umfram væntingar og spár frá því undir áramót, ríki hafa vaxið hraðar úr faraldrinum. Urður Örlygsdóttir ræddi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna.

Bandaríska kántrístjarnan Dolly Parton vinnur rokkplötu sem á koma út í haust. Fjöldi þekktra tónlistarmanna tekur lagið með henni, þar á meðal Paul McCartney, Ringo Starr, Sting, Elton John og Debbie Harry. Ásgeir Tómasson tók saman.

Frumflutt

25. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir